„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 17:00 Zoran Miljkovic og Arnar spiluðu saman á Skaganum og unnu þar titla saman. vísir Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að Luka Kostic sé langbesti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á landi og að Zoran Miljkovic hafi ekki kallað allt ömmu sína en Arnar var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Arnar fór um víðan völl í viðtalinu. Hann valdi meðal annars eftirminnilegustu leikina og stundirnar á ferlinum hér heima en einnig valdi hann úrvalslið sitt með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Mig langaði að hafa þrennuna af Skaganum með Óla Adolfs líka en fyrirgefðu Óli. Kristján var bara mannæta hjá KR. Hann var pirrandi. Hann var eini leikmaðurinn sem ég spilaði á móti á æfingu sem ég komst aldrei framhjá. Ég myndi segja að tíu árum yngri hefði ég snýtt honum en á þessum árum var hann gríðarlega öflugur og átti giftugsamlegan feril,“ sagði Arnar um fyrsta miðvörðinn; Kristján Örn Sigurðsson. Luka Kostic og Zoran Miljkovic voru með Kristjáni í þriggja manna varnarlínu. „Kostic er ekki besti heldur langbesti útlendingur sem hefur komið til Íslands. Menn þekkja kannski ekki hans sögu en hann kemur upp á Akranes út af stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Hann kenndi okkur margt og hvernig á að lifa sem atvinnumenn,“ áður en talið barst að Zoran. „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna. Hann var það „nasty“ að ég var skíthræddur við hann. Hann var svo mikill sigurvegari og það skein í gegn. Hann spilaði líka í Vestmannaeyjum og hvað gerðist þar? Þeir urðu meistarar. Geggjaður.“ Klippa: Sportð í kvöld - Arnar um besta erlenda leikmanninn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira