Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. maí 2020 16:40 Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira