Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. maí 2020 16:40 Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira