Segir að undanfarin ár hafi verið farið of geyst á kostnað yngri leikmanna Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 12:30 Svali er með skýra sýn á íslenska körfuboltann. vísir/s2s Svali Björgvinsson, körfuboltaspekingur, vill að KKÍ og körfuboltahreyfingin hugsi hvað sé körfuboltanum til heilla og skoði það hvernig fleiri íslenskir leikmenn geti fengið tækifæri í körfuboltanum hér heima. Svali var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi meðal annars um Michael Jordan sem og stöðuna á íslenska körfuboltanum. Þar er Svali með skýra sýn og hann segir að ljóst að einhverjar breytingar verða á landsliðinu vegna kórónuveirunnar. „Það hlýtur að gerast, ekki bara hér heldur alls staðar. Einhverjar deildir munu leggjast niður og erlendir leikmenn að jafnaði verða ódýrari en svo er evran búin að hækka 20% frá því í desember og dollarinn eitthvað svipað. Við vitum ekki stöðuna á flugi og annað,“ sagi Svali. „Ég er með mína skoðuna, sem ég er búinn að tala um í mörg ár, varðandi erlenda leikmenn. Þetta snýst ekki um það að ég vilji ekki að þessir menn spili hérna og þeir eru allir velkomnir til landsins en ég held að við þurfum að fara mjög varlega. Mér finnst að undanfarin ár hafi verið farið mjög geyst á kostnað yngri leikmanna.“ Hann segir að það sé ekki bara kostnaðurinn sem veldur honum áhyggjum heldur einnig skortur á tækifærum til yngri leikmanna. „Eitt er kostnaður og samkvæmt mínu Excel skjali er þetta dýrara en að vera með íslenska leikmenn. Svo getur fólk haft mismunandi skoðanir á því. Stærstu áhyggjur mínir eru þær að hvernig ætlum við að þroska íslenska leikmenn ef við getum ekki gefið þeim tíma til að spila körfubolta?“ „Við getum ekki ætlast til að 17-20 ára æfi þrjá til fimm tíma á dag sex daga vikunnar til þess að spila 24 ára. Það er óraunhæft. Þú þarft að leggja skólann að hluta til til hliðar, þú vinnur ekki mikið með þessu og þú fórnar öllu sumrinu í þetta. Svo ætlum við að sjá til 2024 hvaða reglur verða þá. Við verðum að gefa þessu fólki spiltíma. Það er morgunljóst í mínum huga.“ Klippa: Sportið í dag - Svali vill að ungir íslenskir leikmenn fái fleiri tækifæri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Svali Björgvinsson, körfuboltaspekingur, vill að KKÍ og körfuboltahreyfingin hugsi hvað sé körfuboltanum til heilla og skoði það hvernig fleiri íslenskir leikmenn geti fengið tækifæri í körfuboltanum hér heima. Svali var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi meðal annars um Michael Jordan sem og stöðuna á íslenska körfuboltanum. Þar er Svali með skýra sýn og hann segir að ljóst að einhverjar breytingar verða á landsliðinu vegna kórónuveirunnar. „Það hlýtur að gerast, ekki bara hér heldur alls staðar. Einhverjar deildir munu leggjast niður og erlendir leikmenn að jafnaði verða ódýrari en svo er evran búin að hækka 20% frá því í desember og dollarinn eitthvað svipað. Við vitum ekki stöðuna á flugi og annað,“ sagi Svali. „Ég er með mína skoðuna, sem ég er búinn að tala um í mörg ár, varðandi erlenda leikmenn. Þetta snýst ekki um það að ég vilji ekki að þessir menn spili hérna og þeir eru allir velkomnir til landsins en ég held að við þurfum að fara mjög varlega. Mér finnst að undanfarin ár hafi verið farið mjög geyst á kostnað yngri leikmanna.“ Hann segir að það sé ekki bara kostnaðurinn sem veldur honum áhyggjum heldur einnig skortur á tækifærum til yngri leikmanna. „Eitt er kostnaður og samkvæmt mínu Excel skjali er þetta dýrara en að vera með íslenska leikmenn. Svo getur fólk haft mismunandi skoðanir á því. Stærstu áhyggjur mínir eru þær að hvernig ætlum við að þroska íslenska leikmenn ef við getum ekki gefið þeim tíma til að spila körfubolta?“ „Við getum ekki ætlast til að 17-20 ára æfi þrjá til fimm tíma á dag sex daga vikunnar til þess að spila 24 ára. Það er óraunhæft. Þú þarft að leggja skólann að hluta til til hliðar, þú vinnur ekki mikið með þessu og þú fórnar öllu sumrinu í þetta. Svo ætlum við að sjá til 2024 hvaða reglur verða þá. Við verðum að gefa þessu fólki spiltíma. Það er morgunljóst í mínum huga.“ Klippa: Sportið í dag - Svali vill að ungir íslenskir leikmenn fái fleiri tækifæri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira