Fleiri leita aðstoðar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 24. maí 2020 09:38 Þorbjörg Inga Jónsdóttir stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira