Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 13:00 Kári Gunnarsson að keppa á Evrópuleikunu í Bakú. Hann hefur unnið Íslandsmeistaratitilin átta ár í röð eða frá og með árinu 2012. Getty/Robert Prezioso Kári Gunnarsson er einn af íslenska íþróttafólkinu sem hefur fórnað miklu á síðustu árum til að halda Ólympíudraumnum á lífi en atburðir síðustu daga hafa gert þá baráttu hans að engu. Kári fer yfir stöðu mála hjá sér í pistli inn á Klefinn.is. „Það er búin að vera mikil óvissa í badminton heiminum undanfarinn mánuð vegna kórónuveirunnar. Það er búið að aflýsa fjölmörgum alþjóðlegum mótum – meðal annars þremur mótum sem ég hafði skráð mig á,“ skrifar Kári. Kári Gunnarsson er áttfaldur Íslandsmeistari í badminton og hefur unnið alla æs--Íslandsmeistaratitla frá árinu 2012. Hann hefur verið búsettur í Danmörku þar sem hann æfir í badminton akademíu með badmintonspilurum frá öllum heiminum. Nú hefur verið tekið ákvörðun um að loka akademíunni eins og öðrum slíkum miðstöðvum í landinu og það verður ekki lengur hægt að æfa badminton í Danmörku. „Í meira en tvö ár hef ég barist fyrir því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Staðan mín er sú að ég þarf ennþá að vinna mér punkta fyrir heimslistann til þess að tryggja mér þátttökurétt. Eins og árið hefur þróast þá hafa möguleikarnir horfið,“ skrifar Kári en hann ætlar þó ekki að gefast upp. „Eins og er á ég þrjú mót eftir á Ólympíutímabilinu sem hefur ekki verið aflýst. Á morgun mun ég því fljúga til Íslands til að klára undirbúning minn fyrir þau mót. Það er ekkert annað í stöðunni en að sætta sig við þá hluti sem maður hefur ekki stjórn á og berjast fyrir draumnum eins lengi og hægt er!,“ skrifar Kári Gunnarsson í pistli á Klefanum sem má sjá allan hér. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Wuhan-veiran Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Kári Gunnarsson er einn af íslenska íþróttafólkinu sem hefur fórnað miklu á síðustu árum til að halda Ólympíudraumnum á lífi en atburðir síðustu daga hafa gert þá baráttu hans að engu. Kári fer yfir stöðu mála hjá sér í pistli inn á Klefinn.is. „Það er búin að vera mikil óvissa í badminton heiminum undanfarinn mánuð vegna kórónuveirunnar. Það er búið að aflýsa fjölmörgum alþjóðlegum mótum – meðal annars þremur mótum sem ég hafði skráð mig á,“ skrifar Kári. Kári Gunnarsson er áttfaldur Íslandsmeistari í badminton og hefur unnið alla æs--Íslandsmeistaratitla frá árinu 2012. Hann hefur verið búsettur í Danmörku þar sem hann æfir í badminton akademíu með badmintonspilurum frá öllum heiminum. Nú hefur verið tekið ákvörðun um að loka akademíunni eins og öðrum slíkum miðstöðvum í landinu og það verður ekki lengur hægt að æfa badminton í Danmörku. „Í meira en tvö ár hef ég barist fyrir því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Staðan mín er sú að ég þarf ennþá að vinna mér punkta fyrir heimslistann til þess að tryggja mér þátttökurétt. Eins og árið hefur þróast þá hafa möguleikarnir horfið,“ skrifar Kári en hann ætlar þó ekki að gefast upp. „Eins og er á ég þrjú mót eftir á Ólympíutímabilinu sem hefur ekki verið aflýst. Á morgun mun ég því fljúga til Íslands til að klára undirbúning minn fyrir þau mót. Það er ekkert annað í stöðunni en að sætta sig við þá hluti sem maður hefur ekki stjórn á og berjast fyrir draumnum eins lengi og hægt er!,“ skrifar Kári Gunnarsson í pistli á Klefanum sem má sjá allan hér.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Wuhan-veiran Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira