Enski boltinn

Spáir því að Gylfi og fé­lagar tapi fyrir Eng­lands­meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í markalausu jafntefli gegn Arsenal um miðjan desember mánuð.
Gylfi í markalausu jafntefli gegn Arsenal um miðjan desember mánuð. vísir/getty

Jermiane Jenas, fyrrum leikmaður og núverandi sparkspekingur, spáir því að Carlo Ancelotti tapi sínum fyrsta leik sem stjóri Everton í dag.

Everton hefur unnið fyrstu tvo leikina undir stjórn Ancelotti; heimasigur gegn Burnley og svo sigur á Newcastle á St. James’ Park í síðustu umferð.

Liðið mætir hins vegar Englandsmeisturum Manchester City í dag og Jenas segir að Gylfi og félagar fari ekki burtu frá Manchester með stigin þrjú.

„Everton er á góðu skriði undir stjórn Ancelotti en ég held að lið Guardiola hafi gæðin til að hafa getur gegn Everton,“ sagði Jenas sem spáir leiknum 3-1.







Þétt verður leikið í enska boltnaum í dag en níu leikir fara fram í dag. Dagurinn hefst með leikjum Brighton og Chelsea annars vegar og Burnley og Aston Villa hins vegar klukkan 12.30.

Flautað verður til leiks í leik Manchester City og Everton klukkan 17.30 en síðasti leikur dagsins er svo grannaslagur Arsenal og Manchester United klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×