Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 07:21 Frá mótmælunum í Hong Kong í gær. EPA/JEROME FAVRE Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32
Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54
Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58