Hvað þýðir samkomubann? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 13:56 Frá tónleikum Ed Sheeran síðasta sumar en tónleikar eru á meðal þess sem samkomubannið nær til. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Á nýrri upplýsingasíðu, covid.is, embættis landlæknis og almannavarna vegna veirunnar er farið yfir það hvað samkomubann þýðir. Þar kemur fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Þetta á til dæmis við um tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Auk þess þurfa allir aðrir staðir, til dæmis verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými. Við öll minni mannamót þarf síðan að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott. Hér fyrir neðan má sjá í heild sinni svarið við spurningunni „Hvað þýðir samkomubann?“ sem finna má á vefnum covid.is: Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott. Skipulagðir viðburðir sem bannið nær til eru til dæmis: Ráðstefnur, málþing, fundir og hliðstæðir viðburðir. Skemmtanir, s.s. tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi. Kirkjuathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Að auki þurfa allir aðrir staðir að tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 100 manns inni í sama rými. Þetta á t.d. við um vinnustaði, veitingastaði, mötuneyti, kaffihús, skemmtistaði, verslanir, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, og söfn. Þessi mörk eiga einnig við um almenningssamgöngur og aðra sambærilegra starfsemi. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi þar sem færri en 100 eru samankomnir, skal eins og mögulegt er skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Hvernig verður skólahaldi háttað? Töluverðar takmarkanir eru á skólahaldi á meðan á samkomubanninu stendur. Í mörgum tilfellum geta nemendur ekki mætt í skólabyggingar heldur stunda nám í fjarkennslu. Í öðrum tilfellum eru strangar kröfur settar um fjölda og nálægð nemenda. Takmarkanirnar gilda um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en einnig aðrar menntastofnanir, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf. Framhaldsskólum og háskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er. Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag. Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag. Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir. Hvað fellur ekki undir samkomubann? Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstaraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti. Hvenær hefst samkomubannið og hvenær lýkur því? Samkomubannið gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl kl. 00:01. Hvers vegna er sett á samkomubann? Smitum á Íslandi fjölgar dag frá degi og svokölluðum þriðja stigs smitum einnig. Þá eru dæmi um smit sem ekki hefur tekist að rekja til utanferða annarra einstaklinga. Þetta gefur vísbendingu um að hætta sé á að COVID-19 geti nú farið að smitast hraðar milli fólks en hingað til. Á sama tíma er hópur starfsmanna Landspítala í sóttkví og gæti frekari útbreiðsla faraldursins dregið úr getu spítalans til að sinnahlutverki sínu. Því er það mat sóttvarnalæknis að nú sé rétti tíminn til aðgrípa til nauðsynlegra aðgerða til að hægja á faraldrinum til að auka líkur áþví að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því aðsinna annarri bráðaþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Á nýrri upplýsingasíðu, covid.is, embættis landlæknis og almannavarna vegna veirunnar er farið yfir það hvað samkomubann þýðir. Þar kemur fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Þetta á til dæmis við um tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Auk þess þurfa allir aðrir staðir, til dæmis verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými. Við öll minni mannamót þarf síðan að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott. Hér fyrir neðan má sjá í heild sinni svarið við spurningunni „Hvað þýðir samkomubann?“ sem finna má á vefnum covid.is: Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott. Skipulagðir viðburðir sem bannið nær til eru til dæmis: Ráðstefnur, málþing, fundir og hliðstæðir viðburðir. Skemmtanir, s.s. tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi. Kirkjuathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma. Að auki þurfa allir aðrir staðir að tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 100 manns inni í sama rými. Þetta á t.d. við um vinnustaði, veitingastaði, mötuneyti, kaffihús, skemmtistaði, verslanir, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, og söfn. Þessi mörk eiga einnig við um almenningssamgöngur og aðra sambærilegra starfsemi. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi þar sem færri en 100 eru samankomnir, skal eins og mögulegt er skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Hvernig verður skólahaldi háttað? Töluverðar takmarkanir eru á skólahaldi á meðan á samkomubanninu stendur. Í mörgum tilfellum geta nemendur ekki mætt í skólabyggingar heldur stunda nám í fjarkennslu. Í öðrum tilfellum eru strangar kröfur settar um fjölda og nálægð nemenda. Takmarkanirnar gilda um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla en einnig aðrar menntastofnanir, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og íþróttastarf. Framhaldsskólum og háskólum verður lokað og kennsla fer fram í fjarkennslu eins og hægt er. Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, til dæmis í mötuneyti eða frímínútum. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa skólabyggingarnar eftir hvern dag. Leikskólar mega hafa opið og halda uppi leikskólastarfi ef þeir tryggja að börn séu í fámennum hópum og aðskilin eins og kostur er. Eins þarf að þrífa eða sótthreinsa leikskólabyggingarnar eftir hvern dag. Þessar takmarkanir verða í stöðugu endurmati þannig að hægt sé að draga úr þeim eða þá lengja tímabilið sem þær gilda ef þörf þykir. Hvað fellur ekki undir samkomubann? Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstaraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti. Hvenær hefst samkomubannið og hvenær lýkur því? Samkomubannið gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl kl. 00:01. Hvers vegna er sett á samkomubann? Smitum á Íslandi fjölgar dag frá degi og svokölluðum þriðja stigs smitum einnig. Þá eru dæmi um smit sem ekki hefur tekist að rekja til utanferða annarra einstaklinga. Þetta gefur vísbendingu um að hætta sé á að COVID-19 geti nú farið að smitast hraðar milli fólks en hingað til. Á sama tíma er hópur starfsmanna Landspítala í sóttkví og gæti frekari útbreiðsla faraldursins dregið úr getu spítalans til að sinnahlutverki sínu. Því er það mat sóttvarnalæknis að nú sé rétti tíminn til aðgrípa til nauðsynlegra aðgerða til að hægja á faraldrinum til að auka líkur áþví að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19 ásamt því aðsinna annarri bráðaþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira