Talið inn í búðirnar og út úr þeim Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 14:26 Örtröð hefur verið í matvöruverslunum í morgun. Vísir/Einar Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag. Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag.
Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56