Talið inn í búðirnar og út úr þeim Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 14:26 Örtröð hefur verið í matvöruverslunum í morgun. Vísir/Einar Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag. Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Sagði hann að sömuleiðis verði farið vel yfir fjölda starfsfólks í hverri verslun á hverjum tíma. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er bannið fordæmalaust í lýðveldissögunni og sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þar kom fram að bannið taki til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, svo sem tónleika, ráðstefnur, skemmtanir, íþróttaviðburði og kirkjuathafnir. Þá þurfa verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Á upplýsingafundinum klukkan 14 kom fram að það verði á könnu starfsfólks verslunarinnar eða þá öryggisfyrirtækja ef það á við að telja viðskiptavini við innganga verslana. Andrés sagði að litið væri þannig á að hver verslun í Kringlunni og Smáralind sé sér verslun. Reglurnar miðist því við hverja verslun fyrir sig. Andrés segist hafa almennar áhyggjur af ástandinu fyrir atvinnulífði. Áhrifin verði gífurleg. Samstarfið við stjórnvöld er þétt, en fyrsta atriðið í þeirri viðleiðni og því samstarfi er frumvarp fyrir þinginu sem verði væntanlega afgreitt í dag.
Verslun Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10 Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Alls hafa 128 manns greinst með smit Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist. 13. mars 2020 14:10
Hvað þýðir samkomubann? Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags. 13. mars 2020 13:56