Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 14:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira