Búið spil hjá Zlatan? Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 23:00 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til AC Milan í janúar eftir að hafa spilað með LA Galaxy í Bandaríkjunum en gæti nú hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Milan. VÍSIR/GETTY Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04
Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15