Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Everton á móti Cardiff City at Goodison Park í November 2018. Getty/Clive Brunskill/ Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira