Enski boltinn

Ensku liðin mega æfa með snertingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabinho og Roberto Firmino, Brasilíumennirnir hjá Liverpool, mega núna takast á á æfingum.
Fabinho og Roberto Firmino, Brasilíumennirnir hjá Liverpool, mega núna takast á á æfingum. getty/Andrew Powell

Liðin í ensku úrvalsdeildinni mega nú æfa með snertingum. Þetta var samþykkt einróma á fundi félaganna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ensku liðin byrjuðu aftur að æfa í síðustu viku eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þau máttu þó aðeins æfa í litlum hópum og þurftu að passa upp á að halda tveggja metra fjarlægð.

Nú mega ensku liðin byrja að æfa á fullu, með snertingum og án fjöldatakmarkana.

Þó er mælst til þess að leikmenn og starfsfólk liðanna forðist allar óþarfa snertingar á æfingum.

Vonast er til þess að keppni í ensku úrvalsdeildinni geti hafist á ný um miðjan júní. Alls er 92 leikjum ólokið.

Síðan byrjað var að prófa leikmenn og starfsfólk liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafa átta greinst með kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×