Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 12:32 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38
Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54