Tesla Model X hlaðin með mannafli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2020 07:00 Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn. Verknaðnum er lýst við myndbandið á Youtube, sem „Kjánalegum en skemmtilegum og gegnheilum vísindum“. Finnski uppfinningamaðurinn Janne Käpylehto setti tilraunina saman og var hún sýnd í þættinum Ennätys Tehdas sem þýðir metaverksmiðjan á íslensku. Níu hjólreiðakappar hjóluðu í 20 mínútur. Slíkt skilaði því að hægt var að aka bifreiðinni um það bil 2 km. Það myndi taka um fjóra sólarhringa af viðstöðulausum hjólreiðum að hlaða Model X frá tómum rafhlöðum í 100%. Hjólreiðar eru því ekki skilvirkasta leiðin né sú fljótlegasta til að hlaða rafbíl en á tímum þar sem margir vilja leggja sitt af mörkum til að minnka kolefnislosun er þetta kannski sú hreinlegasta. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent
Finnskur uppfinningamaður hefur smíða hleðslustöð sem notast við mannafl. Nánar tiltekið hreyfiorku hjólaliðs sem hjólar rafmagn inn á bílinn. Verknaðnum er lýst við myndbandið á Youtube, sem „Kjánalegum en skemmtilegum og gegnheilum vísindum“. Finnski uppfinningamaðurinn Janne Käpylehto setti tilraunina saman og var hún sýnd í þættinum Ennätys Tehdas sem þýðir metaverksmiðjan á íslensku. Níu hjólreiðakappar hjóluðu í 20 mínútur. Slíkt skilaði því að hægt var að aka bifreiðinni um það bil 2 km. Það myndi taka um fjóra sólarhringa af viðstöðulausum hjólreiðum að hlaða Model X frá tómum rafhlöðum í 100%. Hjólreiðar eru því ekki skilvirkasta leiðin né sú fljótlegasta til að hlaða rafbíl en á tímum þar sem margir vilja leggja sitt af mörkum til að minnka kolefnislosun er þetta kannski sú hreinlegasta.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent