Uppsagnirnar hafi ekki þurft að koma á óvart Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 11:32 Fannar Jónasson hefur gegnt embætti bæjarstjóra Grindavíkur frá árinu 2016. Grindavíkurbær/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“ Grindavík Bláa lónið Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“
Grindavík Bláa lónið Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira