Lífið

Var veikur í fimmtán ár og það gat tekið korter að komast fram úr rúminu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jói Fel stofnaði bakaríið árið 1997.
Jói Fel stofnaði bakaríið árið 1997.

„Ég er með handónýtt bak og farið í nokkrar brjósklosaðgerðir og endaði í spengingu og núna er ég með sex nagla og tvær járnplötur í bakinu. Hryggurinn var genginn saman og það þurfti að rífa hann í sundur og skrúfa hann saman,“ segir athafnarmaðurinn og bakarinn Jói Fel sem er nýjasti gestur í hlaðvarpi Snorra Björns og fer hann þar yfir lífið og allan ferilinn í athyglisverðu viðtali.

Jói Fel hefur glímt við það í mörg ár að vera mjög slæmur í baki og farið í þrjár brjósklosaðgerðir. Hann segist hafa verið það verkjaður að það tók hann tíu mínútur til korter að fara fram úr rúminu.

„Ef ég sat t.d. í lélegum stólum í leikhúsi þá þurfti ég stundum að sitja eftir og reyna að standa upp þegar allir voru farnir.“

Hér að neðan má horfa á viðtalið í heild sinni. Í þættinum ræðir Jói um barnæskuna, stofnun bakarísins, hvernig samfélagið hefur breyst síðustu áratugi og margt fleira. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×