Á síðasta tímabili hjálpaði Torfi Tímoteus Gunnarsson KA að ná sínum besta árangri í sautján ár. Á meðan unnu hans gömlu félagar í Fjölni sér sæti í Pepsi Max-deild karla. Torfi er nú kominn aftur til Fjölnis eftir eitt tímabil fyrir norðan. Hann virðist kunna best við sig í gulu. Fjölnismenn eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni og flestir eru á því að sumarið verði erfitt í Grafarvoginum. Torfi og félagar eru þó hvergi bangnir. „Það er æðislegt að vera kominn aftur af stað,“ sagði Torfi þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í vikunni. Eins og önnur lið eru Fjölnismenn byrjaðir að æfa á fullu eftir að takmörkunum á æfingum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt. Og á þriðjudaginn gerðu þeir 1-1 jafntefli við HK-inga í æfingaleik á Extra-vellinum í Grafarvogi. Unnu Val en töpuðu fyrir Vestra Áður en allt var sett á ís vegna veirunnar skæðu var Fjölnir búinn að spila fjóra leiki í Lengjubikarnum. Stöðugleiki er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar úrslitin úr þeim eru skoðuð. „Við vorum svolítið sveiflukenndir. Við unnum Val og Víking Ó. en töpuðum fyrir Vestra og Stjörnunni. Við vorum flottir á móti Val en klikkuðum gegn Vestra sem var ekki nógu gott, þótt þeir séu með flott lið,“ sagði Torfi. Torfi hefur leikið 45 leiki í efstu deild, 30 fyrir Fjölni og fimmtán fyrir KA.vísir/bára Aðalumræðuefnið í tengslum við Fjölni undanfarnar vikur hefur verið brotthvarf Bergsveins Ólafssonar. Í byrjun þessa mánaðar greindi hann frá því að hann væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Torfi segir að þær fregnir hafi komið Fjölnismönnum í opna skjöldu. Þetta kom rosalega á óvart og sem þruma úr heiðskíru lofti. Ég veit ekki til þess að neinn í liðinu hafi vitað af þessu fyrr en hann tilkynnti okkur þetta. Bergsveinn var ekki bara einn reyndasti og besti leikmaður Fjölnis heldur fyrirliði liðsins og mikill leiðtogi, innan vallar sem utan. Aldrei gott að missa fyrirliðann korter í mót „Hann var mikill leiðtogi, sérstaklega á tímum veirunnar. Hann hélt liðinu saman og við hittumst einu sinni til tvisvar í viku á „Zoom“ fundum. Það er aldrei gott að missa fyrirliðann korter í mót en það er fullt af náttúrulegum leiðtogum í hópnum. Hver og einn þarf að stíga upp og taka að sér hlutverk leiðtoga.“ Auk Bergsveins hefur Fjölnir misst Rasmus Christiansen, sem var valinn besti leikmaður 1. deildar í fyrra, og Albert Brynjar Ingason, sinn markahæsta mann á síðasta tímabili. „Það munu einhverjir stíga upp. Við erum með fullt af leikmönnum sem munu standa sig í sumar og hafa verið flottir í vetur,“ sagði Torfi. Torfi og félagar sækja bikarmeistara Víkings heim í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla.vísir/vilhelm Miðvörðurinn er uppalinn hjá Fjölni og fékk eldskírn sína með liðinu tímabilið 2017. Torfi lék þá sautján leiki fyrir Fjölnismenn sem enduðu í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Árið eftir féll Fjölnir eftir fimm tímabil í röð í efstu deild. Í kjölfarið var Torfi lánaður til KA. „Mig langaði að vera í efstu deild og hafði samband við stjórnarmenn Fjölnis hvort það væri ekki hægt að finna eitthvað út úr því. Svo því var reddað,“ sagði Torfi. Orðinn hörkukokkur Hann segir að dvölin á Akureyri hafi gert sér gott, að standa á eigin fótum á nýjum stað. „Maður lærði fullt og þetta var rosalega gaman. Hjá KA voru leikmenn sem höfðu verið í atvinnumennsku og maður lærði fullt sem varnamaður af Hadda [Hallgrími Jónassyni] og Hauki Heiðari [Haukssyni],“ sagði Torfi. Hann segir að það hafi talsvert breyting að flytja að heiman. Ég hef alltaf búið hjá foreldrum mínum í Reykjavík en að fara norður og búa einn, maður lærði fullt á því. Fyrstu mánuðina voru þetta talsverð viðbrigði. En maður lærði að elda og ég er orðinn hörkukokkur. KA endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta tímabil sem er besti árangur liðsins síðan 2002. Framan af benti þó fátt til þess að KA-menn myndu enda í efri helmingi deildarinnar. Eftir fimmtán umferðir var KA í fallsæti og hafði tapað níu leikjum. Akureyringar fóru þá á mikið flug og unnu fjóra af síðustu sjö leikjum sínum og gerðu þrjú jafntefli. Torfi var fastamaður í vörn KA á þessum góða lokaspretti. Þrátt fyrir brösugt gengi framan af rættist heldur betur úr síðasta tímabili hjá KA.mynd/ka „Framan af móti spiluðum við með þrjá miðverði. Það gekk ágætlega framan af en síðan duttu menn út og við misstum taktinn. En svo byrjuðum við að spila með fjögurra manna vörn og vorum þéttari fyrir á miðjunni. Og þá byrjuðu sigrarnir að koma. Við enduðum í 5. sæti sem er mjög gott. Þegar fólk kíkir á töfluna eftir tíu ár er enginn að spá í því hvar við vorum eftir fyrri umferðina,“ sagði Torfi. Þrátt fyrir fínasta tímabil hjá KA ákvað Torfi að fara aftur til Fjölnis og taka slaginn með þeim í sumar. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn heim,“ sagði Torfi. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er hann í hópi reynslumestu leikmanna Fjölnis sem teflir fram mjög ungu liði í sumar. Allir ungir nema Gummi Kalli En hvað leikmönnum Fjölnis á fólk að fylgjast með í sumar? „Ég mæli alltaf með því að fylgjast með mér,“ sagði Torfi léttur. „Síðan er það Jóhann Árni Gunnarsson, eða Jói 01 eins og hann er kallaður. Hann verður í lykilhlutverki á miðjunni. Svo er það Hallvarður Óskar Sigurðarson, bróðir Arons. Hann er rosalega góður. En það eru svo sem allir ungir í liðinu nema Gummi Kalli.“ Torfi vonast til að fleiri Grafarvogsbúar láti sjá sig á vellinum í sumar en oft áður.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Eins og áður sagði var Fjölnir fimm ár í röð í efstu deild (2014-18). Torfi segir að markmiðið sé að festa liðið aftur í sessi í deild þeirra bestu. „Við viljum byggja Fjölni upp sem úrvalsdeildarfélag. Það er langtímamarkmiðið. Við viljum líka byggja upp smá stemmningu í hverfinu og fá fólk á völlinn til að horfa á Fjölnisstráka spila,“ sagði Torfi. Hví ekki um miðja deild? „Maður vill alltaf stefna hátt og hví ekki að segja um miðja deild? Planið er allavega ekki að falla. Fjölnir á að vera úrvalsdeildarfélag. Þetta er flott hverfi og aðstaðan er góð.“ Þótt Fjölnir hafi oft verið með gott lið á undanförnum árum hefur vantað upp á áhuga Grafarvogsbúa og mætingin á Extra-völlinn hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska. „Fjölnir er svo sem ekki gamalt félag og það eru kannski ekki til rótgrónir Fjölnismenn,“ sagði Torfi. „En það ætti að lagast á næstu árum. Fyrsta kynslóð af Fjölnisstrákum er komin í stjórn og þetta er farið að vera svolítið skemmtilegt.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti
Á síðasta tímabili hjálpaði Torfi Tímoteus Gunnarsson KA að ná sínum besta árangri í sautján ár. Á meðan unnu hans gömlu félagar í Fjölni sér sæti í Pepsi Max-deild karla. Torfi er nú kominn aftur til Fjölnis eftir eitt tímabil fyrir norðan. Hann virðist kunna best við sig í gulu. Fjölnismenn eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni og flestir eru á því að sumarið verði erfitt í Grafarvoginum. Torfi og félagar eru þó hvergi bangnir. „Það er æðislegt að vera kominn aftur af stað,“ sagði Torfi þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í vikunni. Eins og önnur lið eru Fjölnismenn byrjaðir að æfa á fullu eftir að takmörkunum á æfingum vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt. Og á þriðjudaginn gerðu þeir 1-1 jafntefli við HK-inga í æfingaleik á Extra-vellinum í Grafarvogi. Unnu Val en töpuðu fyrir Vestra Áður en allt var sett á ís vegna veirunnar skæðu var Fjölnir búinn að spila fjóra leiki í Lengjubikarnum. Stöðugleiki er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar úrslitin úr þeim eru skoðuð. „Við vorum svolítið sveiflukenndir. Við unnum Val og Víking Ó. en töpuðum fyrir Vestra og Stjörnunni. Við vorum flottir á móti Val en klikkuðum gegn Vestra sem var ekki nógu gott, þótt þeir séu með flott lið,“ sagði Torfi. Torfi hefur leikið 45 leiki í efstu deild, 30 fyrir Fjölni og fimmtán fyrir KA.vísir/bára Aðalumræðuefnið í tengslum við Fjölni undanfarnar vikur hefur verið brotthvarf Bergsveins Ólafssonar. Í byrjun þessa mánaðar greindi hann frá því að hann væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Torfi segir að þær fregnir hafi komið Fjölnismönnum í opna skjöldu. Þetta kom rosalega á óvart og sem þruma úr heiðskíru lofti. Ég veit ekki til þess að neinn í liðinu hafi vitað af þessu fyrr en hann tilkynnti okkur þetta. Bergsveinn var ekki bara einn reyndasti og besti leikmaður Fjölnis heldur fyrirliði liðsins og mikill leiðtogi, innan vallar sem utan. Aldrei gott að missa fyrirliðann korter í mót „Hann var mikill leiðtogi, sérstaklega á tímum veirunnar. Hann hélt liðinu saman og við hittumst einu sinni til tvisvar í viku á „Zoom“ fundum. Það er aldrei gott að missa fyrirliðann korter í mót en það er fullt af náttúrulegum leiðtogum í hópnum. Hver og einn þarf að stíga upp og taka að sér hlutverk leiðtoga.“ Auk Bergsveins hefur Fjölnir misst Rasmus Christiansen, sem var valinn besti leikmaður 1. deildar í fyrra, og Albert Brynjar Ingason, sinn markahæsta mann á síðasta tímabili. „Það munu einhverjir stíga upp. Við erum með fullt af leikmönnum sem munu standa sig í sumar og hafa verið flottir í vetur,“ sagði Torfi. Torfi og félagar sækja bikarmeistara Víkings heim í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla.vísir/vilhelm Miðvörðurinn er uppalinn hjá Fjölni og fékk eldskírn sína með liðinu tímabilið 2017. Torfi lék þá sautján leiki fyrir Fjölnismenn sem enduðu í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Árið eftir féll Fjölnir eftir fimm tímabil í röð í efstu deild. Í kjölfarið var Torfi lánaður til KA. „Mig langaði að vera í efstu deild og hafði samband við stjórnarmenn Fjölnis hvort það væri ekki hægt að finna eitthvað út úr því. Svo því var reddað,“ sagði Torfi. Orðinn hörkukokkur Hann segir að dvölin á Akureyri hafi gert sér gott, að standa á eigin fótum á nýjum stað. „Maður lærði fullt og þetta var rosalega gaman. Hjá KA voru leikmenn sem höfðu verið í atvinnumennsku og maður lærði fullt sem varnamaður af Hadda [Hallgrími Jónassyni] og Hauki Heiðari [Haukssyni],“ sagði Torfi. Hann segir að það hafi talsvert breyting að flytja að heiman. Ég hef alltaf búið hjá foreldrum mínum í Reykjavík en að fara norður og búa einn, maður lærði fullt á því. Fyrstu mánuðina voru þetta talsverð viðbrigði. En maður lærði að elda og ég er orðinn hörkukokkur. KA endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta tímabil sem er besti árangur liðsins síðan 2002. Framan af benti þó fátt til þess að KA-menn myndu enda í efri helmingi deildarinnar. Eftir fimmtán umferðir var KA í fallsæti og hafði tapað níu leikjum. Akureyringar fóru þá á mikið flug og unnu fjóra af síðustu sjö leikjum sínum og gerðu þrjú jafntefli. Torfi var fastamaður í vörn KA á þessum góða lokaspretti. Þrátt fyrir brösugt gengi framan af rættist heldur betur úr síðasta tímabili hjá KA.mynd/ka „Framan af móti spiluðum við með þrjá miðverði. Það gekk ágætlega framan af en síðan duttu menn út og við misstum taktinn. En svo byrjuðum við að spila með fjögurra manna vörn og vorum þéttari fyrir á miðjunni. Og þá byrjuðu sigrarnir að koma. Við enduðum í 5. sæti sem er mjög gott. Þegar fólk kíkir á töfluna eftir tíu ár er enginn að spá í því hvar við vorum eftir fyrri umferðina,“ sagði Torfi. Þrátt fyrir fínasta tímabil hjá KA ákvað Torfi að fara aftur til Fjölnis og taka slaginn með þeim í sumar. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn heim,“ sagði Torfi. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er hann í hópi reynslumestu leikmanna Fjölnis sem teflir fram mjög ungu liði í sumar. Allir ungir nema Gummi Kalli En hvað leikmönnum Fjölnis á fólk að fylgjast með í sumar? „Ég mæli alltaf með því að fylgjast með mér,“ sagði Torfi léttur. „Síðan er það Jóhann Árni Gunnarsson, eða Jói 01 eins og hann er kallaður. Hann verður í lykilhlutverki á miðjunni. Svo er það Hallvarður Óskar Sigurðarson, bróðir Arons. Hann er rosalega góður. En það eru svo sem allir ungir í liðinu nema Gummi Kalli.“ Torfi vonast til að fleiri Grafarvogsbúar láti sjá sig á vellinum í sumar en oft áður.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Eins og áður sagði var Fjölnir fimm ár í röð í efstu deild (2014-18). Torfi segir að markmiðið sé að festa liðið aftur í sessi í deild þeirra bestu. „Við viljum byggja Fjölni upp sem úrvalsdeildarfélag. Það er langtímamarkmiðið. Við viljum líka byggja upp smá stemmningu í hverfinu og fá fólk á völlinn til að horfa á Fjölnisstráka spila,“ sagði Torfi. Hví ekki um miðja deild? „Maður vill alltaf stefna hátt og hví ekki að segja um miðja deild? Planið er allavega ekki að falla. Fjölnir á að vera úrvalsdeildarfélag. Þetta er flott hverfi og aðstaðan er góð.“ Þótt Fjölnir hafi oft verið með gott lið á undanförnum árum hefur vantað upp á áhuga Grafarvogsbúa og mætingin á Extra-völlinn hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska. „Fjölnir er svo sem ekki gamalt félag og það eru kannski ekki til rótgrónir Fjölnismenn,“ sagði Torfi. „En það ætti að lagast á næstu árum. Fyrsta kynslóð af Fjölnisstrákum er komin í stjórn og þetta er farið að vera svolítið skemmtilegt.“
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti