Enski boltinn

Úrslitaleikurinn fer fram 1. ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City á titil að verja í ensku bikarkeppninni.
Manchester City á titil að verja í ensku bikarkeppninni. getty/Richard Heathcote

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í fótbolta fer fram á Wembley laugardaginn 1. ágúst. Enska knattspyrnusambandið gaf þetta út í dag.

Keppni í ensku bikarkeppninni hefst aftur helgina 27.-28. júní þegar leikirnir í átta liða úrslitum fara fram. Undanúrslitin verða svo leikin helgina 11.-12. júlí.

Enska úrvalsdeildin hefst aftur 17. júní með tveimur leikjum. Ekki hefur verið leikið í deildinni síðan 9. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Manchester City er bikarmeistari en liðið vann Watford, 6-0, úrslitaleiknum í fyrra. City sækir Newcastle United heim í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar

  • Leicester - Chelsea
  • Newcastle - Man. City
  • Sheffield United - Arsenal
  • Norwich - Man. Utd. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×