Snéri aftur á fótboltavöllinn eftir krabbamein: Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir birti þessa mynd af sér á Instagram síðu sinni en hún var tekinn eftir sigurleikinn á móti KR í gær. Mynd/Instagram Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Haukakonan Harpa Karen Antonsdóttir kórónaði endurkomu sína í fótboltann í gærkvöldi þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í heila átta mánuði. Harpa Karen og liðsfélagar hennar í Haukum héldu líka upp á endurkomu hennar með því að vinna Pepsi Max deildarlið KR 2-1 og það á heimavelli KR-liðsins á Meistaravöllum. Haukakonur spila í B-deildinni í sumar. KR komst yfir með marki Ölmu Mathiesen en Elín Björg Símonardóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir tryggðu Haukum sigurinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlaupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifaði Harpa Karen Antonsdóttir á Instagram og það eru margir sem dást af viljastyrk og baráttuþreki hennar í þessum erfiðu aðstæðum. View this post on Instagram Fyrstu 15 min í sumar Fyrsti leikur í 8 mánuði 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila A post shared by (@harpakareen) on May 28, 2020 at 4:51pm PDT Það eru átta mánuðir síðan að Harpa Karen byrjaði í lyfjagjöf og aðeins sex mánuðir síðan að hún kláraði erfiða krabbameinsmeðferð. Gærkvöldið var því stór sigur fyrir þessa ungu knattspyrnukonu. „Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa Karen sem spilaði fimmtán mínútur í leiknum í gær. Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs gömul, fædd 1999, og á leiki að baki í efstu deild fyrir bæði Val og KR. Harpa Karen spilaði fjóra leiki með Haukum í Inkasso deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira