Tónlist

Föstu­dagspla­ylisti Spaða­bana

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hljómsveitin var stofnuð á meðan meðlimirnir voru enn á grunnskólaaldri.
Hljómsveitin var stofnuð á meðan meðlimirnir voru enn á grunnskólaaldri. Spaðabani

Spaðabani var að gefa út sína fyrstu plötu í dag, en hún nefnist rokkarabíó. Þrjár 16 ára stúlkur mynda sveitina, þær Oona María Mara, Álfheiður Karlsdóttir og Steinunn Vikar Jónsdóttir.

Sveitin var stofnuð fyrir tveimur árum í tengslum við lokaverkefni Brynhildar Karlsdóttur á öðru ári á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands, en Álfheiður og Brynhildur eru systur. Markmiðið var að valdefla stelpurnar sem voru þá í 9. bekk.

Platan kemur út á vegum listakollektívsins post-dreifingar, en það hefur verið afar virkt í að koma tónlist ungs grasrótarlistafólks á framfæri undanfarin ár.

Þær stöllur settu saman fjörugan föstudagsplaylista fyrir Vísi, en þar má meðal annars finna sígræna menntaskólabangera með böndum á borð við Le Tigre, Peaches og The Knife í bland við nýrra stöff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×