Nýjustu kvikmyndafréttir: Enn meiri seinkun á útgáfu nýrra mynda líkleg Heiðar Sumarliðason skrifar 30. maí 2020 12:09 Allar líkur eru á að Tenet verði seinkað. Auknar líkur eru á enn meiri seinkun á útgáfu kvikmynda á borð við Tenet og Mulan, sem kvikmyndaverin áætluðu að frumsýna í seinni hluta júlímánaðar. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að San Francisco var fyrst stóru markaðssvæðanna til að gefa út bráðabirgðardagsetningu fyrir opnun kvikmyndahúsa. Eins og sakir standa er verið að stefna að opnun þar um miðjan ágúst. Þetta er talin sterk vísbending þess efnis að lykilmarkaðir á borð við New York og Los Angeles muni leyfa opnun kvikmyndahúsa á sama tíma. Þetta er þó ekki svartsýnasta spáin, því nokkrir fjölmiðlar í New York-borg segja dyr kvikmyndahúsa þar ekki opna fyrr en í janúar á næsta ári. Sonic the Hedgehog 2 Mun Jim Carrey snúa aftur sem Dr. Robotnik? Paramount kvikmyndaverið hefur nú ákveðið að hefja undirbúning að framhaldi Sonic the Hedgehog. Þetta þarf nú ekki að koma á óvart, þar sem Sonic er arðbærasta tölvuleikjakvikmynd sögunnar og endir hennar svo gott sem lofaði framhaldi. Sama listræna teymi er að baki framhaldinu, Jeff Fowler leikstýrir, og þeir Pat Casey og Josh Miller skrifa handritið. Leikaraliðið hefur ekki enn verið tilkynnt, en víst má telja að Jim Carrey snúi aftur sem Dr. Robotnik. Leikstjóri Doctor Strange tekur yfir Labyrinth-framhald Jennifer Connelly og David Bowie í hlutverkum sínum árið 1986. Það þóttu tíðindi þegar Scott Derrickson, leikstjóri Doctor Strange, sleit samstarfi sínu við Marvel og hætti við að leikstýra framhaldi myndarinnar. Eins og svo oft áður var það listrænn ágreiningur sem olli brotthvarfinu og Sami Rami tók við stjórnartaumunum. Derrickson sat þó ekki lengi aðgerðarlaus og hefur hafið undirbúning að framhaldi ævintýramyndarinnar Labyrinth, fyrir TriStar Pictures. Það var Jim Henson sem leikstýrði upprunalegu myndinni árið 1986, sem fjallar um unglingsstúlku (Jennifer Connelly) sem þarf að bjarga bróður sínum úr klóm Jareth, konungi svartálfanna (David Bowie). Það eru börn Hensons, Lisa og Brian, sem framleiða, en faðir þeirra lést árið 1990. Enn hafa engir leikarar verið ráðnir. Apple TV+ tekur yfir nýju Martin Scorsese-myndina Apple TV+ láta til sín taka. Martin Scorsese heldur áfram að ganga fram af kvikmyndaverunum í Hollywood, með því að krefja þau um ótrúlegar upphæðir til að gera kvikmyndir. Skemmst er að minnast þess að hann neyddist til að snúa sér að Netflix, til að koma hinni rándýru The Irishmann á koppinn. Sagan er nú að enduraka sig, því Paramount Pictures eru ekki tilbúin að henda 200 milljónum dollara í hans nýjasta verkefni, kvikmyndina Killers of the Flower Moon. Það voru Apple-liðar hinsvegar tilbúnir að gera og munu Robert De Niro og Leonardo DiCaprio fara með aðalhlutverkin. Eric Roth skrifar handritið, en hann skrifaði kvikmyndir á borð við Forrest Gump, Ali og A Star is Born. Killers of the Flower Moon er byggð á samnefndri sannsögulegri bók frá árinu 2015. Hún segir frá rannsókn FBI á morðum nokkurra indjána, í kjölfar þess að olía fannst á landareign þeirra á þriðja áratugi síðustu aldar. Myndin mun þó koma í kvikmyndahús áður en áskrifendur Apple TV+ geta séð hana. Lars Von Trier átti að fá Gullpálmann árið 2011 Kirsten Dunst fékk Gullpálmann fyrir hlutverk sitt í Melancholia, en leikstjórinn fór tómhentur heim. Franski leikstjórinn Olivier Assayas sagði nýlega frá því í viðtali, að kvikmynd Lars Von Triers Melancholia, hafi verið eftirlæti flestra dómnefndarmeðlima á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2011. Hins vegar hafi umdeild ummæli Triers um Adolf Hitler á blaðamannafundi, orðið til þess að ekki þótti viðeigandi að veita honum verðlaunin. Það var því Tree of Life, kvikmynd Terrence Malicks, sem hlaut hnossið. Með Assays í dómnefndinni voru m.a. Jude Law, Uma Thurman og Robert De Niro. Assays segir að aðeins hann og Jude Law hafi í upphafi viljað veita Malick verðlaunin, á meðan allir aðrir dómnefndarmeðlimir hafi frekar viljað kjósa mynd Von Triers. Ryan Gosling verður Úlfamaðurinn Úlfamaðurinn upprunalegi. Universal Studios halda áfram að grafa upp gamla gullmola úr safni sínu og endurgera. Eftir velgengni hrollvekjunnar The Invisible Man, hefur verið ákveðið að dusta rykið af Wolfman og mun Ryan Gosling leika titilhlutverkið. Þetta er fjórða atrenna Universal að þessari sögu, en aðeins eru tíu ár síðan Benicio Del Toro lék Úlfamanninn síðast, í kvikmynd Joe Johnston. Aðsóknin var hinsvegar ekki upp á marga fiska. Universal eru ekki að baki dottnir, en þeir hafa áður sýnt að þeir eru ekki hræddir við að endurtaka leikinn, þó stuttur tími sé liðinn frá þeim síðasta. Kvikmyndaverið hefur upp á síðkastið reynt að skapa samhangandi hrollvekjuheim, sem hefur ekki gengið sem skyldi og er skemmst að minnast The Mummy, með Tom Cruise í aðalhlutverki. Hún kolféll í aðsókn í Bandaríkjunum árið 2017, og er með meðaleinkunnina 34 hjá Metacritic og gefa Imdb.com-notendur henni 5.4. Social Network besta mynd síðasta áratugar? Tarantino segir The Social Network bestu mynd síðasta áratugar. Quentin Tarantino sagði nýverið í viðtali við Premier, að The Social Network sé besta kvikmynd síðasta áratugar. Hún fjallar um tilurð Facebook, en Aaron Sorkin skrifaði handritið og David Fincher leikstýrði. Tarantino segir hana ekki aðeins þá bestu, heldur langbestu og hún mali alla samkeppnisaðila sína. Hann segir þá næst bestu vera Dunkirk, kvikmynd Christophers Nolans. Sorkin hefur látið hafa eftir sér að Scott Rudin, framleiðandi The Social Network, sendi honum í sífellu fréttir um þróun Facebook og vilji gera framhaldsmynd. Sorkin segist opinn fyrir því, og maðurinn sem lék Mark Zuckerberg, Jesse Eisenberg, segist einnig spenntur. Stjörnubíó Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Auknar líkur eru á enn meiri seinkun á útgáfu kvikmynda á borð við Tenet og Mulan, sem kvikmyndaverin áætluðu að frumsýna í seinni hluta júlímánaðar. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að San Francisco var fyrst stóru markaðssvæðanna til að gefa út bráðabirgðardagsetningu fyrir opnun kvikmyndahúsa. Eins og sakir standa er verið að stefna að opnun þar um miðjan ágúst. Þetta er talin sterk vísbending þess efnis að lykilmarkaðir á borð við New York og Los Angeles muni leyfa opnun kvikmyndahúsa á sama tíma. Þetta er þó ekki svartsýnasta spáin, því nokkrir fjölmiðlar í New York-borg segja dyr kvikmyndahúsa þar ekki opna fyrr en í janúar á næsta ári. Sonic the Hedgehog 2 Mun Jim Carrey snúa aftur sem Dr. Robotnik? Paramount kvikmyndaverið hefur nú ákveðið að hefja undirbúning að framhaldi Sonic the Hedgehog. Þetta þarf nú ekki að koma á óvart, þar sem Sonic er arðbærasta tölvuleikjakvikmynd sögunnar og endir hennar svo gott sem lofaði framhaldi. Sama listræna teymi er að baki framhaldinu, Jeff Fowler leikstýrir, og þeir Pat Casey og Josh Miller skrifa handritið. Leikaraliðið hefur ekki enn verið tilkynnt, en víst má telja að Jim Carrey snúi aftur sem Dr. Robotnik. Leikstjóri Doctor Strange tekur yfir Labyrinth-framhald Jennifer Connelly og David Bowie í hlutverkum sínum árið 1986. Það þóttu tíðindi þegar Scott Derrickson, leikstjóri Doctor Strange, sleit samstarfi sínu við Marvel og hætti við að leikstýra framhaldi myndarinnar. Eins og svo oft áður var það listrænn ágreiningur sem olli brotthvarfinu og Sami Rami tók við stjórnartaumunum. Derrickson sat þó ekki lengi aðgerðarlaus og hefur hafið undirbúning að framhaldi ævintýramyndarinnar Labyrinth, fyrir TriStar Pictures. Það var Jim Henson sem leikstýrði upprunalegu myndinni árið 1986, sem fjallar um unglingsstúlku (Jennifer Connelly) sem þarf að bjarga bróður sínum úr klóm Jareth, konungi svartálfanna (David Bowie). Það eru börn Hensons, Lisa og Brian, sem framleiða, en faðir þeirra lést árið 1990. Enn hafa engir leikarar verið ráðnir. Apple TV+ tekur yfir nýju Martin Scorsese-myndina Apple TV+ láta til sín taka. Martin Scorsese heldur áfram að ganga fram af kvikmyndaverunum í Hollywood, með því að krefja þau um ótrúlegar upphæðir til að gera kvikmyndir. Skemmst er að minnast þess að hann neyddist til að snúa sér að Netflix, til að koma hinni rándýru The Irishmann á koppinn. Sagan er nú að enduraka sig, því Paramount Pictures eru ekki tilbúin að henda 200 milljónum dollara í hans nýjasta verkefni, kvikmyndina Killers of the Flower Moon. Það voru Apple-liðar hinsvegar tilbúnir að gera og munu Robert De Niro og Leonardo DiCaprio fara með aðalhlutverkin. Eric Roth skrifar handritið, en hann skrifaði kvikmyndir á borð við Forrest Gump, Ali og A Star is Born. Killers of the Flower Moon er byggð á samnefndri sannsögulegri bók frá árinu 2015. Hún segir frá rannsókn FBI á morðum nokkurra indjána, í kjölfar þess að olía fannst á landareign þeirra á þriðja áratugi síðustu aldar. Myndin mun þó koma í kvikmyndahús áður en áskrifendur Apple TV+ geta séð hana. Lars Von Trier átti að fá Gullpálmann árið 2011 Kirsten Dunst fékk Gullpálmann fyrir hlutverk sitt í Melancholia, en leikstjórinn fór tómhentur heim. Franski leikstjórinn Olivier Assayas sagði nýlega frá því í viðtali, að kvikmynd Lars Von Triers Melancholia, hafi verið eftirlæti flestra dómnefndarmeðlima á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2011. Hins vegar hafi umdeild ummæli Triers um Adolf Hitler á blaðamannafundi, orðið til þess að ekki þótti viðeigandi að veita honum verðlaunin. Það var því Tree of Life, kvikmynd Terrence Malicks, sem hlaut hnossið. Með Assays í dómnefndinni voru m.a. Jude Law, Uma Thurman og Robert De Niro. Assays segir að aðeins hann og Jude Law hafi í upphafi viljað veita Malick verðlaunin, á meðan allir aðrir dómnefndarmeðlimir hafi frekar viljað kjósa mynd Von Triers. Ryan Gosling verður Úlfamaðurinn Úlfamaðurinn upprunalegi. Universal Studios halda áfram að grafa upp gamla gullmola úr safni sínu og endurgera. Eftir velgengni hrollvekjunnar The Invisible Man, hefur verið ákveðið að dusta rykið af Wolfman og mun Ryan Gosling leika titilhlutverkið. Þetta er fjórða atrenna Universal að þessari sögu, en aðeins eru tíu ár síðan Benicio Del Toro lék Úlfamanninn síðast, í kvikmynd Joe Johnston. Aðsóknin var hinsvegar ekki upp á marga fiska. Universal eru ekki að baki dottnir, en þeir hafa áður sýnt að þeir eru ekki hræddir við að endurtaka leikinn, þó stuttur tími sé liðinn frá þeim síðasta. Kvikmyndaverið hefur upp á síðkastið reynt að skapa samhangandi hrollvekjuheim, sem hefur ekki gengið sem skyldi og er skemmst að minnast The Mummy, með Tom Cruise í aðalhlutverki. Hún kolféll í aðsókn í Bandaríkjunum árið 2017, og er með meðaleinkunnina 34 hjá Metacritic og gefa Imdb.com-notendur henni 5.4. Social Network besta mynd síðasta áratugar? Tarantino segir The Social Network bestu mynd síðasta áratugar. Quentin Tarantino sagði nýverið í viðtali við Premier, að The Social Network sé besta kvikmynd síðasta áratugar. Hún fjallar um tilurð Facebook, en Aaron Sorkin skrifaði handritið og David Fincher leikstýrði. Tarantino segir hana ekki aðeins þá bestu, heldur langbestu og hún mali alla samkeppnisaðila sína. Hann segir þá næst bestu vera Dunkirk, kvikmynd Christophers Nolans. Sorkin hefur látið hafa eftir sér að Scott Rudin, framleiðandi The Social Network, sendi honum í sífellu fréttir um þróun Facebook og vilji gera framhaldsmynd. Sorkin segist opinn fyrir því, og maðurinn sem lék Mark Zuckerberg, Jesse Eisenberg, segist einnig spenntur.
Stjörnubíó Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira