120 milljónir í bíó og sjónvarp vegna Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 21:25 Baldvin Z leikstjóri er einn af þeim sem njóta góðs af átaki stjórnvalda. vísir/vilhelm Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira