Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júní 2020 11:00 Dökkt súkkulaði er sagt gott fyrir heilsuna og getur meðal annars hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu. Vísir/Getty Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu. Góðu ráðin Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu.
Góðu ráðin Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira