Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júní 2020 11:00 Dökkt súkkulaði er sagt gott fyrir heilsuna og getur meðal annars hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu. Vísir/Getty Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu. Góðu ráðin Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu.
Góðu ráðin Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira