Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 09:43 Starfsmenn kirkjugarðs í Ríó de Janeiro í hlífðarbúningi grafa kistu manns sem lést úr kórónuveirunni. Fjöldi látinna í faraldrinum er talinn í tugum þúsunda í Brasilíu. AP/Leo Correa Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16