Enski boltinn

Lampard og Cech ferðuðust til Þýska­lands fyrir veiruna og sann­færðu Werner

Anton Ingi Leifsson skrifar
Werner skorar í 3-1 sigri á Köln fyrr í mánuðinum.
Werner skorar í 3-1 sigri á Köln fyrr í mánuðinum. vísir/getty

Frank Lampard, stjóri Chelsea, og Petr Cech, ráðgjafi hjá Chelsea, ferðuðust til Þýskalands og heimsóttu þar Timo Werner. Talið er að þeir hafi sannfært Werner í þessari ferð.

Enskir miðlar greindu frá því fyrr í vikunni að Werner væri á leið til Chelsea. Nokkuð óvænt enda var hann mikið orðaður við Liverpool fyrr í glugganum en talið er að verðmiðinn hafi falið Liverpool frá Werner.

Talið er að Chelsea borgi 53 milljónir punda fyrir Werner en Lampard og Cech náðu að ferðast til Þýskalands og ræða við Werner áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.

Werner er talinn hafa hrifist af hugmyndum Chelsea um framtíðarplön félagsins og hafa þremenningarnir haldið sambandi eftir að veiran skall á. Reiknað er með að Werner skrifi undir samning við þá bláklæddu fyrr en síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×