Þurftu að fækka plássum á Vogi um helming í samkomubanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2020 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Ríflega fimm hundruð eru á biðlista. Starfsemi SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum covid-19, jafnvel þótt dregið hafi úr aðsókn í meðferð á Vogi í apríl. „Á Vogi vorum við með helmingi færri en venjulega, þannig að við keyrðum á helmings afköstum á Vogi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Það var meðal annars svo unnt væri að virða tveggja metra regluna. Nú eru afköst að aukast að nýju en ríflega 500 eru á biðlista eftir að komast að á Vogi. „Núna það sem eftir lifir árs þá þurfum við að keyra á færri innritunum en venjulega vegna þess að við þurfum að draga saman. Við höfum minna fé, sjálfsaflafé þetta árið, þannig að það verður því miður ekki hægt að bregðast við, ef á verður þörf, þá er ekki hægt að bregðast við með auknum innlögnum. Við verðum með færri innlagnir þetta árið,“ segir Valgerður. Á sama tíma hafi fjárframlög frá ríkinu haldist óbreytt fyrir utan 30 milljóna einskiptis framlag sem samþykkt var nýverið í fjáraukalögum í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er eitthvað sem á eftir að tala um við okkur hvernig kemur til okkar. Hvort að það verði með einhverjum samningum eða ég bara veit ekki hvernig það stendur. En það voru mjög góðar fréttir.“ Hún segir að það muni skýrast betur á næstu vikum á mánuðum hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hafi haft á fíknisjúkdóminn. Samkvæmt tölum yfir kortaveltu jókst sala í ÁTVR um ríflega 50% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dró þó úr sölu á börum, veitingastöðum og í fríhöfninni. „Það sem að stingur mann aðeins er að mér finnst vera svolítið mikill vandi af áfengi. Fólk sem kemur til okkar, fullorðið fólk eða á miðjum aldri, með áfengisvanda. Það er svolítið áberandi núna,“ segir Valgerður. Hún merkir litla breytingu hvað varðar lyfja- og fíkniefnaneyslu.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira