Þáttaröð um Tiger í líkingu við „The Last Dance“ kemur út í ár: Framhjáhald, handtakan og sambandið við Trump Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 08:00 Tiger Woods hefur átt stormasaman feril en hann hefur unnið fjöldan allan af titlum. vísir/getty HBO hefur gefið það út að í haust mun koma út fjögurra klukkutíma heimildaþættir um líf kylfingsins Tiger Wooods. Þættirnir verða í svipuðum dúr og þættirnir „The Last Dance“ þar sem fjallað var um Michael Jordan. Tiger Woods og Michael Jordan voru lengi vel perluvinir en það fór allt í bál og brand árið 2009 er upp komst um framhjáhald Tiger. Alls kyns sögusagnir fóru af stað um líf kylfingsins utan vallar. Það gæti verið að heimildaþættirnir verða settir í loftið í kringum Masters-mótið sem fer fram á Augusta vellinum í nóvember en ef Tiger verður heill mun hann mæta og reyna að verja titilinn frá því í fyrra. As HBO dissect Tiger Woods' crazy life, will it be as controversial as Michael Jordan's 'The Last Dance'? https://t.co/fEBTyUdTbM pic.twitter.com/reA40Dwm5B— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2020 Þættirnir um Jordan tröllriðu öllu á Netflix. Vonast HBO eftir því að þættirnir um stormasamt líf Tiger með sitt tvöfalda líf, meiðslin, handtökuna, vináttuna við Donald Trump og áföllin á golfvellinum verði jafn vinsælir og þættirnir um Jordan. Jordan og Woods eru ekki vinir í dag, samkvæmt fjölmiðlum ytra. Þeir voru báðir á samningum hjá Nike og urðu miklir vinir, þrátt fyrir að Tiger hafi verið ráðlagt að halda sig frá Jordan, en eftir að upp komst upp um framhjáhald Tiger árið 2009 slitnaði upp úr vináttunni. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
HBO hefur gefið það út að í haust mun koma út fjögurra klukkutíma heimildaþættir um líf kylfingsins Tiger Wooods. Þættirnir verða í svipuðum dúr og þættirnir „The Last Dance“ þar sem fjallað var um Michael Jordan. Tiger Woods og Michael Jordan voru lengi vel perluvinir en það fór allt í bál og brand árið 2009 er upp komst um framhjáhald Tiger. Alls kyns sögusagnir fóru af stað um líf kylfingsins utan vallar. Það gæti verið að heimildaþættirnir verða settir í loftið í kringum Masters-mótið sem fer fram á Augusta vellinum í nóvember en ef Tiger verður heill mun hann mæta og reyna að verja titilinn frá því í fyrra. As HBO dissect Tiger Woods' crazy life, will it be as controversial as Michael Jordan's 'The Last Dance'? https://t.co/fEBTyUdTbM pic.twitter.com/reA40Dwm5B— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2020 Þættirnir um Jordan tröllriðu öllu á Netflix. Vonast HBO eftir því að þættirnir um stormasamt líf Tiger með sitt tvöfalda líf, meiðslin, handtökuna, vináttuna við Donald Trump og áföllin á golfvellinum verði jafn vinsælir og þættirnir um Jordan. Jordan og Woods eru ekki vinir í dag, samkvæmt fjölmiðlum ytra. Þeir voru báðir á samningum hjá Nike og urðu miklir vinir, þrátt fyrir að Tiger hafi verið ráðlagt að halda sig frá Jordan, en eftir að upp komst upp um framhjáhald Tiger árið 2009 slitnaði upp úr vináttunni.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira