Kia stefnir á 11 rafbíla fyrir 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júní 2020 07:00 Kia e-Soul Kia Motors kynnti á dögunum áætlunina Plan S eða áætlun fyrirtækisins um rafvæðingu og hreyfanleika auk tengjanleika og sjálfbærni. Kia ætlar að gegna forystuhlutverki innan bílaiðnaðarins í framtíðinni og einbeita sér að rafbílum og rafvæðingu í stað framleiðslu á ökutækjum með brunahreyflum. „Það er er mjög spennandi að Kia ætlar að leggja allan þunga á sölu rafbíla í framtíðinni. Strax á næsta ári kemur á markaðinn nýr rafknúinn crossover-bíll með mikla drægni sem hentar íslenska markaðinum afar vel,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala á rafbílum frá Kia um 75% í samanburði við árið í fyrra, eða í 6.811 bíla. Útblásturslausir bílar voru því 6% af sölu Kia innan Evrópu en það er aukning um 2,9% miðað við árið 2019. Kia Motors í Evrópu seldi alls 113.026 bíla í löndum ESB og EFTA auk Bretlands á fyrsta ársfjórðungi ársins. „Samsetning bíla með mikilli langdrægni, 7 ára ábyrgð sem og góðri hönnun og miklum staðalbúnaði á góðu verði hefur aukið vinsældir rafbíla Kia til muna. Núna þegar bjóðum við e-Niro og e-Soul auk 5 mismunandi tengiltvinnbíla með allt að 60 km drægni til afhendingar hér í Öskju,“ segir Jón Trausti. Ný akstursupplifun fyrir ökumenn Kia ætlar að markaðsetja 11 ólíkar gerðir af rafbílum á heimsvísu fyrir árið 2025 eins og t.d. einkabíla, smájeppa og fjölnotabíla. Fyrsti bíllinn sem smíðaður var á nýrri og sérhannaðri rafbílagrind kemur á markaðinn á næsta ári. Það verður crossover-bíll með drægni upp á 500 kílómetra og hraðhleðsla bílsins tekur einungis 20 mínútur. „Allar nýjar gerðir KIA sem héðan í frá koma á markaðinn eru tiltekin útgáfa af rafknúinni aflrás, eða léttur tvinnbíll, tvinnbíll, tengiltvinnbíll eða rafbíll. Kia mun markaðssetja marga af nýju rafbílunum í Evrópu. Salan á e-Niro og e-Soul gengur afar vel og eykst stöðugt, en næsta kynslóð rafbíla mun hraða söluferlinu enn frekar,“ segir Jón Trausti. Hönnun Kia rafbílanna sem eru byggðir á nýju grindinni er mjög góð og býður upp á nýja akstursupplifun fyrir ökumenn. Bílarnir fást bæði með 400V- og 800V-kerfi og henta því mismunandi ökumönnum með ólíkar þarfir. „Okkar ósk er að viðskiptavinir okkar fái sem mest fyrir peningana. Viðskiptavinir sem eru meðvitaðir um verð og keyra minna þurfa ekki að hlaða eins oft og 400V-kerfið ætti að henta þeim vel, en bæði e-Niro og e-Soul eru búnir slíku kerfi. Ökumenn sem keyra oftar og lengri akstursferðir geta síðan nýtt sér kostina við hraðari hraðhleðslu 800V-kerfsins,“ segir Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Áætlanir KIA um rafbílasölu til ársins 2026. Kia setti snemma umhverfisvænar aflrásir og rafbíla á markaðinn og slíkt leggur grunninn að „Plan S“ áætluninni. Markmið Kia er að selja 500.000 rafbíla á alþjóðavísu fyrir árið 2026 og stefnt er á að 20% af sölu Kia verði rafbílar. Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Kia Motors kynnti á dögunum áætlunina Plan S eða áætlun fyrirtækisins um rafvæðingu og hreyfanleika auk tengjanleika og sjálfbærni. Kia ætlar að gegna forystuhlutverki innan bílaiðnaðarins í framtíðinni og einbeita sér að rafbílum og rafvæðingu í stað framleiðslu á ökutækjum með brunahreyflum. „Það er er mjög spennandi að Kia ætlar að leggja allan þunga á sölu rafbíla í framtíðinni. Strax á næsta ári kemur á markaðinn nýr rafknúinn crossover-bíll með mikla drægni sem hentar íslenska markaðinum afar vel,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala á rafbílum frá Kia um 75% í samanburði við árið í fyrra, eða í 6.811 bíla. Útblásturslausir bílar voru því 6% af sölu Kia innan Evrópu en það er aukning um 2,9% miðað við árið 2019. Kia Motors í Evrópu seldi alls 113.026 bíla í löndum ESB og EFTA auk Bretlands á fyrsta ársfjórðungi ársins. „Samsetning bíla með mikilli langdrægni, 7 ára ábyrgð sem og góðri hönnun og miklum staðalbúnaði á góðu verði hefur aukið vinsældir rafbíla Kia til muna. Núna þegar bjóðum við e-Niro og e-Soul auk 5 mismunandi tengiltvinnbíla með allt að 60 km drægni til afhendingar hér í Öskju,“ segir Jón Trausti. Ný akstursupplifun fyrir ökumenn Kia ætlar að markaðsetja 11 ólíkar gerðir af rafbílum á heimsvísu fyrir árið 2025 eins og t.d. einkabíla, smájeppa og fjölnotabíla. Fyrsti bíllinn sem smíðaður var á nýrri og sérhannaðri rafbílagrind kemur á markaðinn á næsta ári. Það verður crossover-bíll með drægni upp á 500 kílómetra og hraðhleðsla bílsins tekur einungis 20 mínútur. „Allar nýjar gerðir KIA sem héðan í frá koma á markaðinn eru tiltekin útgáfa af rafknúinni aflrás, eða léttur tvinnbíll, tvinnbíll, tengiltvinnbíll eða rafbíll. Kia mun markaðssetja marga af nýju rafbílunum í Evrópu. Salan á e-Niro og e-Soul gengur afar vel og eykst stöðugt, en næsta kynslóð rafbíla mun hraða söluferlinu enn frekar,“ segir Jón Trausti. Hönnun Kia rafbílanna sem eru byggðir á nýju grindinni er mjög góð og býður upp á nýja akstursupplifun fyrir ökumenn. Bílarnir fást bæði með 400V- og 800V-kerfi og henta því mismunandi ökumönnum með ólíkar þarfir. „Okkar ósk er að viðskiptavinir okkar fái sem mest fyrir peningana. Viðskiptavinir sem eru meðvitaðir um verð og keyra minna þurfa ekki að hlaða eins oft og 400V-kerfið ætti að henta þeim vel, en bæði e-Niro og e-Soul eru búnir slíku kerfi. Ökumenn sem keyra oftar og lengri akstursferðir geta síðan nýtt sér kostina við hraðari hraðhleðslu 800V-kerfsins,“ segir Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Áætlanir KIA um rafbílasölu til ársins 2026. Kia setti snemma umhverfisvænar aflrásir og rafbíla á markaðinn og slíkt leggur grunninn að „Plan S“ áætluninni. Markmið Kia er að selja 500.000 rafbíla á alþjóðavísu fyrir árið 2026 og stefnt er á að 20% af sölu Kia verði rafbílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent