Þór/KA ætlar í toppbaráttu – Fær bandarískan leikmann Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:30 Þór/KA hefur verið í hópi betri liða landsins í mörg ár og ætlar sér að halda þeirri stöðu. vísir/bára „Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar. Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
„Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ segir Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið hefur bætt markaskorara í sinn hóp. Hin 22 ára gamla Madeline Gotta hefur skrifað undir samning við Þór/KA og er verið að kára formsatriði fyrir félagaskiptin, samkvæmt heimasíðu liðsins. Gotta kemur frá San Diego í Kaliforníu en lék með Gonzaga háskólanum í Washington-ríki. Á lokaári sínu í háskólaboltanum spilaði hún alla 19 leiki liðs síns, skoraði sjö mörk og átti fjórar stoðsendingar, samkvæmt heimasíðu Þórs/KA. Við bjóðum nýjan leikmann velkomna til okkar í Þór/KA. Madeline (Maddy) Gotta bætist í okkar frábæra leikmannahóp. // The newest addition to our great squad, Maddy Gotta, 22 y.o. American. #ViðerumÞórKA #WeAreThorKA #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/KONkKM24Vp— Þór/KA (@thorkastelpur) June 9, 2020 „Ég er mjög spennt að vera á Íslandi í sumar og spila fyrir Þór/KA. Nokkrar af vinkonum mínum hafa spilað á Íslandi og hafa talað svo fallega um deildina og landið,“ er haft eftir Gotta á heimasíðunni, og þar eru einnig ummæli Andra Hjörvars þjálfara þess efnis að liðið ætli sér meira í sumar en til að mynda hefur verið spáð hér á Vísi. Madeline Gotta verður með Þór/KA í sumar.mynd/thorsport.is „Ég hef sagt það áður að ég er skotinn í þessum leikmannahópi sem við höfum. Við munum tefla fram mörgum ungum leikmönnum sem uppaldar eru hjá félögunum og sumar þeirra að stíga sín fyrstu skref í efstu deild, innan um reyndari leikmenn eins og Örnu Sif og Láru Einars, svo dæmi sé tekið. Með því að bæta Maddy við þennan hóp verðum við vonandi enn beittari fram á við og ég bíð bara spenntur eftir að mótið hefjist. Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum undanfarin tvö ár hefur metnaðurinn ekkert minnkað hjá okkur. Við viljum og ætlum okkur að vera í toppbaráttu,“ sagði Andri Hjörvar.
Pepsi Max-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00 Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00 Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Sjá meira
Spáin fyrir Pepsi Max kvenna 2020: Varkáru liðin (6. til 7. sæti) Tvö stórveldi í kvennafótboltanum síðustu ár, sem jafnan setja stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn, þurfa að passa sig í sumar ef þau ætla ekki að dragast niður í fallbaráttuna. 9. júní 2020 14:00
Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. 31. maí 2020 09:00
Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. 11. maí 2020 17:38