Sigraði Gunnar og fær titilbardaga á nýju bardagaeyjunni Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 23:00 Gunnar Nelson og Gilbert Burns mættust í Kaupmannahöfn í september. VÍSIR/GETTY Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída. MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída.
MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00