Æðislegt að spila með fyrirmyndinni: „Hún er líka mjög skemmtilegur karakter“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 19:00 Karen Lind, Elísabet Sunna og Gunnhildur Hekla frá GKG voru ánægðar með daginn. mynd/stöð 2 „Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu Golf Sportpakkinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
„Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu
Golf Sportpakkinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira