Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Sylvía Hall skrifar 14. mars 2020 16:23 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Sjálfur hafi hann verið 42 daga heima við á meðan versta útbreiðslan gekk yfir landið. „Sumir voru styttri tíma heima en skrifstofufólk, þ.e. fólk sem vel getur sinnt störfum sínum að heiman í einhvern tíma var lengur,“ segir Snorri sem telur að Evrópubúar ættu að búa sig undir það að þetta ástand vari í fimm til sex vikur. Hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu og telur Snorri að um helmingur muni snúa aftur til vinnu í þessari viku. Nú sé komið að Kínverjum að miðla sinni reynslu áfram til almennings, fyrirtækja og stofnanna sem standa nú frammi fyrir því að grípa til harðra aðgerða vegna faraldursins. Hjá Arla Foods hafi verið sótthreinsandi efni verið aðgengilegt fyrir alla starfsmenn og það hafi líklegast verið á öllum skrifborðum. Þá hafi allir starfsmenn fengið nóg af grímum frá fyrirtækinu fyrir sig og sína. Heimasóttkví algjör innilokun Snorri segir landamærum hafa verið óbeint lokað þar sem allir sem þangað koma eru sendir í heimasóttkví í tvær vikur. Því sé ólíklegt að fólk ferðist til Peking, vitandi að þeir þurfi að eyða tveimur vikum á hótelherbergi enda sé heimasóttkví algjör innilokun. „Heimasóttkví í Kína er algjör innilokun, þ.e. það fer enginn út af né inn á heimilið í 14 daga! Svo er húsið eða íbúðin klárlega merkt eins og sést á meðfylgjandi mynd, svona svo engum detti nú í hug að banka upp á!“ Heimili fólks í sóttkví er vel merkt.Snorri Sigurðsson Hann segir Kínverja nú sjá fyrir endann á því versta, enda séu mörg smitanna sem greinast að koma upp hjá ferðafólki. Í Kína séu þau með tveggja mánaða forskot og því ekki í sama ástandi og er hér heima við. Að lokum segir hann fólki að líta á björtu hliðarnar, í Kína sé vorið á næsta leyti og áður en þau viti af verði komið sumar. Hér að neðan má lesa helstu reglur sem Snorri telur að muni gagnast fólki hér heima í baráttunni: - Þegar komið er inn í byggingar, verslanir, veitingastaði eða aflokuð svæði eru dyraverðir sem taka á móti fólk og mæla hitastig viðkomandi með geislamæli. Símanúmer og persónuupplýsingar oft skráð niður líka. - Búið er að setja hámark á fjölda fólks í lyftu og flutningsgetan nú miðuð við 50% af reiknaðri getu svo rúmt sé á fólki. Miða skal við að standa ekki nær öðrum en 1 meter. - Lyfturnar eru sótthreinsaðar oft á dag og við takka borðin eru oft einnota servéttur sem maður tekur og hlífir sér með þegar ýtt er á takkana. - Við sem erum yfirmenn megum mæta alla daga en undirmenn einungis annan hvern dag að meðaltali þar til annað er ákveðið. Það eru því sumir sem mæta mánudag, miðvikudag og föstudag í einnig viku og svo þriðjudag og fimmtudag í hinni vikunni og svo öfugt. Þetta kerfi verður í gildi þar til yfirvöld ákveða annað. - Skrifstofurnar eru sótthreinsaðar 3svar á dag og svo öll handföng og helstu snertifletir, þ.e. staðir sem talið er að fólk gæti oft snert á, 7-8 sinnum á dag. - Það er mælst til þess að fólk vinni með grímur á sér, en ekki sett sem skilyrði. -Það er skylda að vera með grímur á fundum í lokuðum rýmum. - Það er óheimilt að sitja nær hvert öðru á fundum en 1 meter. - Óheimilt er að vera nær fólki í almennings-farartækjum en 1 meter. - Ekki leyfilegt að sitja saman og borða á veitingastöðum, 1 meter á milli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Íslendingar erlendis Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Sjálfur hafi hann verið 42 daga heima við á meðan versta útbreiðslan gekk yfir landið. „Sumir voru styttri tíma heima en skrifstofufólk, þ.e. fólk sem vel getur sinnt störfum sínum að heiman í einhvern tíma var lengur,“ segir Snorri sem telur að Evrópubúar ættu að búa sig undir það að þetta ástand vari í fimm til sex vikur. Hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu og telur Snorri að um helmingur muni snúa aftur til vinnu í þessari viku. Nú sé komið að Kínverjum að miðla sinni reynslu áfram til almennings, fyrirtækja og stofnanna sem standa nú frammi fyrir því að grípa til harðra aðgerða vegna faraldursins. Hjá Arla Foods hafi verið sótthreinsandi efni verið aðgengilegt fyrir alla starfsmenn og það hafi líklegast verið á öllum skrifborðum. Þá hafi allir starfsmenn fengið nóg af grímum frá fyrirtækinu fyrir sig og sína. Heimasóttkví algjör innilokun Snorri segir landamærum hafa verið óbeint lokað þar sem allir sem þangað koma eru sendir í heimasóttkví í tvær vikur. Því sé ólíklegt að fólk ferðist til Peking, vitandi að þeir þurfi að eyða tveimur vikum á hótelherbergi enda sé heimasóttkví algjör innilokun. „Heimasóttkví í Kína er algjör innilokun, þ.e. það fer enginn út af né inn á heimilið í 14 daga! Svo er húsið eða íbúðin klárlega merkt eins og sést á meðfylgjandi mynd, svona svo engum detti nú í hug að banka upp á!“ Heimili fólks í sóttkví er vel merkt.Snorri Sigurðsson Hann segir Kínverja nú sjá fyrir endann á því versta, enda séu mörg smitanna sem greinast að koma upp hjá ferðafólki. Í Kína séu þau með tveggja mánaða forskot og því ekki í sama ástandi og er hér heima við. Að lokum segir hann fólki að líta á björtu hliðarnar, í Kína sé vorið á næsta leyti og áður en þau viti af verði komið sumar. Hér að neðan má lesa helstu reglur sem Snorri telur að muni gagnast fólki hér heima í baráttunni: - Þegar komið er inn í byggingar, verslanir, veitingastaði eða aflokuð svæði eru dyraverðir sem taka á móti fólk og mæla hitastig viðkomandi með geislamæli. Símanúmer og persónuupplýsingar oft skráð niður líka. - Búið er að setja hámark á fjölda fólks í lyftu og flutningsgetan nú miðuð við 50% af reiknaðri getu svo rúmt sé á fólki. Miða skal við að standa ekki nær öðrum en 1 meter. - Lyfturnar eru sótthreinsaðar oft á dag og við takka borðin eru oft einnota servéttur sem maður tekur og hlífir sér með þegar ýtt er á takkana. - Við sem erum yfirmenn megum mæta alla daga en undirmenn einungis annan hvern dag að meðaltali þar til annað er ákveðið. Það eru því sumir sem mæta mánudag, miðvikudag og föstudag í einnig viku og svo þriðjudag og fimmtudag í hinni vikunni og svo öfugt. Þetta kerfi verður í gildi þar til yfirvöld ákveða annað. - Skrifstofurnar eru sótthreinsaðar 3svar á dag og svo öll handföng og helstu snertifletir, þ.e. staðir sem talið er að fólk gæti oft snert á, 7-8 sinnum á dag. - Það er mælst til þess að fólk vinni með grímur á sér, en ekki sett sem skilyrði. -Það er skylda að vera með grímur á fundum í lokuðum rýmum. - Það er óheimilt að sitja nær hvert öðru á fundum en 1 meter. - Óheimilt er að vera nær fólki í almennings-farartækjum en 1 meter. - Ekki leyfilegt að sitja saman og borða á veitingastöðum, 1 meter á milli
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Íslendingar erlendis Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira