Skjótari viðbrögð hefðu getað fækkað dauðsföllum um helming Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 19:55 Boris Johnson, forsætisráðherra, gaf ekki út tilmæli um að fólk héldi sig heima vegna faraldursins fyrr en 23. mars, nokkru eftir að önnur ríki gripu til aðgerða. Hann segir of snemmt að segja til um hvers hans iðrist eða hvaða lærdóm er hægt að draga af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. AP/Kirsty Wigglesworth Fyrrverandi vísindaráðgjafi breskra stjórnvalda segir að helmingi færri hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum hefðu tilmæli um að fólk héldi sig heima verið gefin út viku fyrr. Bretland greip síðar til aðgerða vegna faraldursins en flest önnur vestræn ríki. Á bilinu 40-50 þúsund manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum, eftir því hvort dauðsföll þar sem grunur leikur á Covid-19-smiti eru talin með eða ekki, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið. Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. „Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming,“ sagði Ferguson. Ferguson er faraldfræðingur við Imperial College í London og var áður í vísindaráðgjafahópi bresku ríkisstjórnarinnar. Líkan sem hann herði af faraldrinum er sagt hafa rekið ríkisstjórnina til aðgerða gegn faraldrinum. Hann sagði af sér eftir að hann var sakaður um að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda þegar hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn. Gagnrýni Ferguson rímar við orð Johns Edmunds, annars vísindaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, um helgina en hann sagði að eftir á að hyggja hefðu stjórnvöld átt að grípa til aðgerða fyrr. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7. júní 2020 14:27 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Fyrrverandi vísindaráðgjafi breskra stjórnvalda segir að helmingi færri hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum hefðu tilmæli um að fólk héldi sig heima verið gefin út viku fyrr. Bretland greip síðar til aðgerða vegna faraldursins en flest önnur vestræn ríki. Á bilinu 40-50 þúsund manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum, eftir því hvort dauðsföll þar sem grunur leikur á Covid-19-smiti eru talin með eða ekki, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið. Neil Ferguson, faraldsfræðingur, sagði þingnefnd í dag að stjórnvöld hefðu gripið til réttra aðgerða en of seint. Fólki var ekki sagt að halda sig heima fyrr en 23. mars. „Faraldurinn tvöfaldaðist á þriggja til fjögurra daga fresti áður en takmörkunum var komið á. Hefðum við gefið út tilmæli um að fólk héldi sig heima viku fyrr hefðum við dregið úr endanlegum fjölda látinna um að minnsta kosti helming,“ sagði Ferguson. Ferguson er faraldfræðingur við Imperial College í London og var áður í vísindaráðgjafahópi bresku ríkisstjórnarinnar. Líkan sem hann herði af faraldrinum er sagt hafa rekið ríkisstjórnina til aðgerða gegn faraldrinum. Hann sagði af sér eftir að hann var sakaður um að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda þegar hann leyfði ástkonu sinni að koma í heimsókn. Gagnrýni Ferguson rímar við orð Johns Edmunds, annars vísindaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, um helgina en hann sagði að eftir á að hyggja hefðu stjórnvöld átt að grípa til aðgerða fyrr.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7. júní 2020 14:27 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. 7. júní 2020 14:27