Stilling og Liqui Moly gefa bætiefni að andvirði 25 milljóna króna til bílaleiga Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. júní 2020 07:00 Bílaleigurbílar hafa að miklu leyti staðið síðan kórónafaraldurinn leiddi til lokunar landamæra. Vísir/Daníel Stilling hf. ætlar í samstarfi við þýska olíu- og bætiefnaframleiðandann Liqui Moly að styðja við íslenskar bílaleigur. Allar bílaleigur, rútufyrirtæki sem og aðrir flotaeigendur fá bætiefni frá Liqui Moly sem ver eldsneytiskerfi bifreiða fyrir tæringu og ryðmyndun. Margir þessara aðila hafa einfaldlega neyðst til að leggja flota sínum í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Stilling og Liqui Moly ætla að aðstoða þessa aðila með bætiefni að andvirði 25 milljóna króna. Efninu er hellt í fullan eldsneytistank og endist það í allt að fimm ár. Dísilbílar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir því að standa. Dísil olía getur innihaldið allt að 7% biodísil sem er náttúrulegt efni. Vatn getur komist í olíuna með tímanum og leðja fer að myndast á botni tanksins. Sú leðja fer afar illa með eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún er gangsett á ný. Bætiefninu frá Liqui Moly er ætlað að koma í veg fyrir þetta. Samkvæmt frétt á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Okkur varð ljóst strax í vor að flotaeigendur stæðu frammi fyrir kostnaðarsömu fyrirbyggjandi viðhaldi á bílaflota sínum þrátt fyrir að flotinn yrði lítið sem ekkert notaður. Við höfðum samband við Ernst Prost forstjóra Liqui Moly sem tók vel í hugmyndir okkar og bauðst til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Við erum mjög stolt af því að geta lagt hönd á plóginn með okkar viðskiptavinum,“ segir Júlíus Bjarnason, forstjóri Stillingar. „Við ásamt Stillingu hf. höfum átt frábært samstarf með íslenskum fyrirtækjum síðustu 10 ár, þannig að það var engin spurning að slá til þegar þessi hugmynd kom upp. Okkur finnst það vera okkar skylda að hjálpa til á þessum erfiðu tímum,“ segir Ernst Prost, forstjóri Liqui Moly. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílaleigur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Stilling hf. ætlar í samstarfi við þýska olíu- og bætiefnaframleiðandann Liqui Moly að styðja við íslenskar bílaleigur. Allar bílaleigur, rútufyrirtæki sem og aðrir flotaeigendur fá bætiefni frá Liqui Moly sem ver eldsneytiskerfi bifreiða fyrir tæringu og ryðmyndun. Margir þessara aðila hafa einfaldlega neyðst til að leggja flota sínum í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Stilling og Liqui Moly ætla að aðstoða þessa aðila með bætiefni að andvirði 25 milljóna króna. Efninu er hellt í fullan eldsneytistank og endist það í allt að fimm ár. Dísilbílar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir því að standa. Dísil olía getur innihaldið allt að 7% biodísil sem er náttúrulegt efni. Vatn getur komist í olíuna með tímanum og leðja fer að myndast á botni tanksins. Sú leðja fer afar illa með eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún er gangsett á ný. Bætiefninu frá Liqui Moly er ætlað að koma í veg fyrir þetta. Samkvæmt frétt á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Okkur varð ljóst strax í vor að flotaeigendur stæðu frammi fyrir kostnaðarsömu fyrirbyggjandi viðhaldi á bílaflota sínum þrátt fyrir að flotinn yrði lítið sem ekkert notaður. Við höfðum samband við Ernst Prost forstjóra Liqui Moly sem tók vel í hugmyndir okkar og bauðst til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Við erum mjög stolt af því að geta lagt hönd á plóginn með okkar viðskiptavinum,“ segir Júlíus Bjarnason, forstjóri Stillingar. „Við ásamt Stillingu hf. höfum átt frábært samstarf með íslenskum fyrirtækjum síðustu 10 ár, þannig að það var engin spurning að slá til þegar þessi hugmynd kom upp. Okkur finnst það vera okkar skylda að hjálpa til á þessum erfiðu tímum,“ segir Ernst Prost, forstjóri Liqui Moly.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílaleigur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent