Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 10:56 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu. Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu.
Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira