Nýr tónn sleginn Einar Sveinbjörnsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun