KR-konur hafa ekki skorað hjá Valsliðinu í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:30 Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er síðasti leikmaður KR sem náði að skora hjá Val í efstu deild. Ásdís Karen skoraði markið sitt sumarið 2016 en KR konur hafa ekki skorað í 701 mínútu síðan. Vísir/Eyjólfur Garðarsson KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira
KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sjá meira