Sveitin GusGus frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Out Of Place hér á Vísi.
Það var Snorri Bros sem leikstýrði myndbandinu og er lagið af plötunni Remixes Are More Flexible pt. 2.
GusGus hefur í áraraðir verið ein vinsælasta sveit landsins en hér að neðan má sjá myndbandið sjálf.