Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 11:53 Þórólfur telur ekki líklegt að sambærileg staða komi upp á Íslandi. Við gætum þó átt von á að stök smit komi upp. Vísir/vilhelm Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54