Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2020 23:09 Flaggskip Grænlendinga siglir inn Viðeyjarsund síðdegis í fyrstu ferðinni til Íslands eftir að siglingsamstarf Royal Arctic Line og Eimskips hófst formlega, sem var 12. júní. Skipið kom frá Danmörku, hlaðið varningi til Íslands, en tekur jafnframt drjúgan farm í Reykjavík til að sigla með áfram til Nuuk. Stöð 2/KMU. Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58