Körfubolti

Bikarmeistararnir halda áfram að styrkja sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skallagrímur hefur fengið liðsstyrk.
Skallagrímur hefur fengið liðsstyrk. vísir/daníel

Bikarmeistarar Skallagríms í körfubolta halda áfram að styrkja sig en í dag tilkynntu Borgnesingar að Sanja Orozovic, sem lék með KR á síðustu leiktíð, hafi skrifað undir samning við félagið.

Sanja gerði góða hluti með KR á síðustu leiktíð en hún skoraði að meðaltali 16,6 stig í leik og tók þar að auki 8,8 fráköst fyrir KR-inga. Þar á undan spilaði hún með Breiðabliki og skoraði að meðaltali 20,6 stig í leik.

„Ég mun gera allt mitt til að standa undir því trausti sem mér er sýnt, vinna leiki og ná markmiðum næsta vetrar. Ég hlakka til að koma í Skallagrím,“ sagði Sanja í samtali við heimasíðu félagsins.

„Ég hef lagt áherslu á að vinna skipulega að því að undirbúa næsta tímabil og það að fá Sanju til okkar er liður í þeim undirbúningi. Hún á eftir að hjálpa okkur mikið enda mjög öflugur leikmaður sem þekkir deildina vel eftir að hafa spilað hér á landi síðustu tvö ár. Ég er mjög ánægð og hlakka til að fá hana í Borgarnes,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms.

Áður hafði Embla Kristínardóttir m.a. gengið í raðir Skallagríms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×