Dusty hefja leika á Norður-Evrópu mótinu í League of Legends og verða í beinni á BBC Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 13:30 Dusty hefur leik í alvöru stórmóti í kvöld. vísir Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum). Rafíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum).
Rafíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport