Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 14:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra við athöfnina í dag. Vísir/MHH Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu - goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Það er fátt meira viðeigandi en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið á þjóðhátíðardaginn sjálfan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er sennilega langþekktasta náttúruundur landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Svæðið er líka órjúfanlegur hluti af ímynd Íslands sem lands náttúru, sögu og menningar. Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, allsstaðar í heiminum.“ Með undirrituninni í dag er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er. Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 17. júní Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu - goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Það er fátt meira viðeigandi en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið á þjóðhátíðardaginn sjálfan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er sennilega langþekktasta náttúruundur landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Svæðið er líka órjúfanlegur hluti af ímynd Íslands sem lands náttúru, sögu og menningar. Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, allsstaðar í heiminum.“ Með undirrituninni í dag er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er.
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 17. júní Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira