David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 21:15 David Luiz fær að líta rauða spjaldið. vísir/getty David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. City-menn voru sterkari framan af leik en Arsenal þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu á fyrstu 22 mínútunum. Granit Xhaka og Pablo Mari fóru báðir af velli vegna meiðsla og Daniel Ceballos og David Luiz komu inn. Raheem Sterling kom City yfir eftir hörmuleg mistök David Luiz í uppbótartíma fyrri hálfleiks en fram að því hafði Sterling farið illa með góð færi. Heimamenn í City 1-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Martraðardagur David Luiz var ekki á enda. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall er hann missti Riyad Mahrez frá sér, braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Í þokkabót fékk Luiz rauða spjaldið. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hlé þurfti að gera á leiknum undir lok leiksins er markvörðurinn Ederson og Eric Garcia lentu illa saman. Miðvörðurinn var borinn af velli en varamaðurinn Phil Foden bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 3-0. Get well soon, @EricGM3! pic.twitter.com/CQpKS4LzcC— SPORF (@Sporf) June 17, 2020 City er í 2. sætinu, 22 stigum á eftir Liverpool, en Bítlaborgarliðið getur þar af leiðandi ekki tryggt sér titilinn um helgina. Arsenal er í 9. sætinu, 20 stigum á eftir City. Arsenal have now failed to win any of their last 26 Premier League away games against 'Big Six' teams.LDLDLDDDLLLLLDLLLLDLLDLDDLThe n e w normal. pic.twitter.com/3AYtHKVNVV— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira