Innlent

„Þetta er heiður fyrir okkur öll“

Sylvía Hall skrifar
Þríeykið fékk fálkaorðuna í dag.
Þríeykið fékk fálkaorðuna í dag. Vísir/Sigurjón

„Ég er bara mjög glaður og ánægður og ég tek þetta sem merki fyrir hönd allra sem hafa unnið með okkur og þeir eru gríðarlega margir. Þetta er heiður fyrir okkur öll.“

Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sem var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttunni við Covid-19 farsóttina.

Alma tók í sama streng og segir tilfinninguna mjög góða. Það séu þó fleiri sem hafi lagt hönd á plóg.

Við athöfnina í dag.Vísir/Sigurjón

„Mér líður mjög vel og ég tek undir með Þórólfi. Við erum auðvitað andlit þessa verkefnis en það er gríðarlegur fjöldi sem var með okkur í því. Þetta er auðvitað bara mikill heiður og virðing sem okkur er sýnd og auðvitað mjög ánægjulegt,“sagði Alma.

„Ég held að slagorðið sem við notuðum í vetur: Við erum öll almannavarnir eigi mjög vel við í dag og það eiga allir þetta,“ sagði Víðir og benti á orðuna sína.

Þá fengu einnig Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Helgi Björnsson, tónlistarmaður, riddarakross fyrir framlag sitt til tónlistar. Einnig fékk Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, riddarakross fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta.


Tengdar fréttir

Þríeykið fékk Fálkaorðuna

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum.

Helgi Björns borgarlistamaður Reykjavíkur

Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2020. Helgi hlaut einnig riddarakross í dag fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×