Hefðu líklega ekki getað selt íslenska laxinn vegna hræðslu Kínverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 07:24 Pekingbúar sem farið höfðu á Xinfadi-markaðinn dagana áður bíða eftir að komast í sýnatöku í byrjun vikunnar. Vísir/getty Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fleiri fréttir Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Sjá meira
Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fleiri fréttir Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Sjá meira
Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54