Hefðu líklega ekki getað selt íslenska laxinn vegna hræðslu Kínverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 07:24 Pekingbúar sem farið höfðu á Xinfadi-markaðinn dagana áður bíða eftir að komast í sýnatöku í byrjun vikunnar. Vísir/getty Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54