Íslenski boltinn

Nýtt sjónar­horn á sigur­­mark KR: „Það liggur við að þeir geti haldist í hendur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mark KR séð frá tveimur sjónarhornum.
Mark KR séð frá tveimur sjónarhornum. vísir/s2s

KR vann 1-0 sigur á Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla um síðustu helgi en leikurinn var opnunarleikur sumarsins í Pepsi Max-deild karla. Sigurmarkið skoraði Óskar Örn Hauksson eftir fyrirgjöf og vandræðagang í vörn Vals.

Í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið var farið enn ítarlegar í sigurmark KR. Þeir Guðmundur Benediktsson, Davíð Þór Viðarsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir hvað gerðist í varnarleik Vals í markinu en þeir studdust við nýtt sjónarhorn, sem myndavél sænska fyrirtækisins Spiideo sýndi.

„Þar sem gerist er að það er svakalegt ójafnvægi á þeim. Eiður Aron er kominn út úr stöðunni og þú vilt ekki að hafsentinn þinn sé svona langt úti,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram.

„Bæði Hedlund og Haukur Páll eru búnir að láta draga sig aðeins of nálægt boltanum. Það liggur við að þeir geti haldist í hendur á þessu mómenti þegar boltanum er spilað á Atla Sigurjónsson.“

„En þetta er bara vitlausar færslur. Því miður gerist þetta fyrir alla en þetta er bara frábærlega útfært hjá KR-ingunum líka.“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Sigurmark KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×