Kínverjar segjast ekki ætla að hafa afskipti af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2020 20:00 Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent