Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júní 2020 22:00 Kjartan Stefánsson á hliðarlínunni. vísir/bára Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KRingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.” Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KRingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.”
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira